Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 19:30 Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira