Fín byrjun í Straumfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 18:00 Veiði er hafin í Straumfjarðará og þetta er enn ein glæsilega opnunin á þessum laxveiðisumri sem er þó bara rétt hafið. Það þorir engin að spá til um framhaldið en ef eins árs laxinn skilar sér í sama mæli og tveggja ára laxinn er ljóst að gott sumar er í vændum og Straumfjarðará verður ekki undanskilin því en veiðin í ánni hefur oft verið ótrúlega góð miðað við hvað það er veitt á fáar stangir. Opnunardagurinn núna gaf 9 laxa á tvær stangir og það er gott á alla mælikvarða og það er spennandi að sjá hvernig næstu dagar verða því Sjávarfossinn var að fyllast af eins árs laxi. Það er fiskur um alla á en þeir veiðistaðir sem gáfu laxa núna voru Sjávarfoss, Húshylur, Nýjabrú, Gíslakvörn og Rjúkandi. En stærsti lax dagsins tók Green Braham, hjá Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í Gíslakvörn - 77 cm hrygna sem fékk líf eins og reglur kveða á um. Meðalveiði í Straumfjarðará frá 1974 til 2008 er 370 laxar. Minnst 1987 en þá veiddust 161 laxar í ánni en mest var veiðin 2013 þegar það veiddust 785 laxar. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Veiði er hafin í Straumfjarðará og þetta er enn ein glæsilega opnunin á þessum laxveiðisumri sem er þó bara rétt hafið. Það þorir engin að spá til um framhaldið en ef eins árs laxinn skilar sér í sama mæli og tveggja ára laxinn er ljóst að gott sumar er í vændum og Straumfjarðará verður ekki undanskilin því en veiðin í ánni hefur oft verið ótrúlega góð miðað við hvað það er veitt á fáar stangir. Opnunardagurinn núna gaf 9 laxa á tvær stangir og það er gott á alla mælikvarða og það er spennandi að sjá hvernig næstu dagar verða því Sjávarfossinn var að fyllast af eins árs laxi. Það er fiskur um alla á en þeir veiðistaðir sem gáfu laxa núna voru Sjávarfoss, Húshylur, Nýjabrú, Gíslakvörn og Rjúkandi. En stærsti lax dagsins tók Green Braham, hjá Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í Gíslakvörn - 77 cm hrygna sem fékk líf eins og reglur kveða á um. Meðalveiði í Straumfjarðará frá 1974 til 2008 er 370 laxar. Minnst 1987 en þá veiddust 161 laxar í ánni en mest var veiðin 2013 þegar það veiddust 785 laxar.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði