Ragnar: Ekki fallegasti sigurinn en skítt með það | Draumur að rætast Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 19:34 Ragnar hafði góðar gætur á austurrísku leikmönnunum í dag. Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45