Vöknum og veljum rétt Þóranna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:35 Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun