Grjótá og Tálmi gáfu 14 laxa í tveggja daga holli Karl Lúðvíkson skrifar 26. júní 2016 16:14 Mynd: www.svfr.is Grjótá og Tálmi hefur hingað til verið þekkt sem síðsumars veiðisvæði og það hefur ekki verið mikið sótt í júní dagana. Það á líklega eftir að breytast því staðan í íslenskum veiðiám er allt annað en veiðimenn eiga að þekkja og fordæmin fyrir þeim opnunum sem hafa þegar átt sér stað engin. Það virðist vera töluvert af laxi kominn upp í Grjótá og Tálma enda sést það á veiðitölum frá öðru hollinu sem var við veiðar núna í loka vikunnar. Það var mikið líf og auk laxa sem náðust á land sluppu líklega jafn margir en takan var stundum heldur grönn. Það breytir því ekki að á tveimur dögum var fjórtán löxum landað á aðeins tvær stangir og það er besta byrjun frá upphafi. Það er gott gönguvatn á svæðinu svo laxinn á greiða leið upp eftir ánni og veiðimenn eru sammála um að það magn af laxi sem sé þegar kominn á svæðið sé svipað og menn eiga að venjast á besta tíma. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Grjótá og Tálmi hefur hingað til verið þekkt sem síðsumars veiðisvæði og það hefur ekki verið mikið sótt í júní dagana. Það á líklega eftir að breytast því staðan í íslenskum veiðiám er allt annað en veiðimenn eiga að þekkja og fordæmin fyrir þeim opnunum sem hafa þegar átt sér stað engin. Það virðist vera töluvert af laxi kominn upp í Grjótá og Tálma enda sést það á veiðitölum frá öðru hollinu sem var við veiðar núna í loka vikunnar. Það var mikið líf og auk laxa sem náðust á land sluppu líklega jafn margir en takan var stundum heldur grönn. Það breytir því ekki að á tveimur dögum var fjórtán löxum landað á aðeins tvær stangir og það er besta byrjun frá upphafi. Það er gott gönguvatn á svæðinu svo laxinn á greiða leið upp eftir ánni og veiðimenn eru sammála um að það magn af laxi sem sé þegar kominn á svæðið sé svipað og menn eiga að venjast á besta tíma.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði