Argentína tapaði og Messi hætti í landsliðinu | Sjáðu rauðu spjöldin og vítakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 08:41 Lionel Messi var óhuggandi eftir leik. Vísir/Getty Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira