Blaðamaður brjálaður útí flugfélögin íslensku Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 11:04 Atli Már vandar flugfélögunum íslensku ekki kveðjurnar og segir þau vera eitt stórt dollaramerki og standi ekki með þjóð sinni á ögurstundu. „Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira