Southgate og Hoddle líklegastir til að taka við enska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2016 12:33 Næstu landsliðsþjálfarar Englands? vísir/epa/getty Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira