Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 22:35 Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir. vísir/epa „Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“ Fréttir af flugi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“
Fréttir af flugi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira