Brexit hefur enn ekki minnkað bílasölu í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:06 Fínasti gangur er enn í bílasölu í Bretlandi. Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti. Brexit Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent
Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti.
Brexit Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent