Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 08:40 Það voru örugglega fagnaðarfundir þegar Dagný kom til Falkirk en hér fagnar hún marki í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM sem var úti í Hvíta-Rússlandi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira