James vill losna en hver getur borgað allar þessa milljónir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 15:30 James Rodríguez fagnar sigri í Meistaradeildinni með dóttur sinni Vísir/Getty Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira