Hillary Clinton: Gaf í skyn að Trump væri líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð bara út af pirringi Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. júní 2016 22:39 Það gæti orðið ljóst næsta þriðjudag hvort Clinton verði næsta forsetaefni demókrata. Vísir/Getty Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00