Geir: Landsliðið ekki á leið upp brekkuna núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:30 Geir Sveinsson hélt sinn fyrsta blaðamannafund á Íslandi í dag. vísir/hanna Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47