30 prósent af EM-hóp íslenska landsliðsins eru "nýliðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Strákarnir fagna því að vera komnir á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira