Suárez: Mér datt ekki í hug að ég tæki við framherjastöðunni af Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2016 11:30 Luis Suárez skoraði 40 mörk í 35 deildarleikjum. vísir/getty Luis Suárez, framherji Barcelona, segist aldrei hafa búist við því að taka við framherjastöðu liðsins af Lionel Messi þegar hann gekk í raðir Katalóníuliðsins fyrir tveimur árum. Suárez var algjörlega magnaður á leiktíðinni sem lýkur á sunnudaginn þegar Börsungar geta unnið tvennuna í enn eitt skiptið með sigri á Sevilla í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins. Barcelona varð um síðustu helgi Spánarmeistari annað árið í röð en Suárez skoraði 40 mörk í 35 deildarleikjum og hirti gullskóinn af Cristiano Ronaldo sem þurfti að láta sér silfurskóinn nægja rétt eins og silfur í deildinni. Messi, sem fimm sinnum hefur verið kosinn besti leikmaður heims, hefur þurft að víkja úr framherjastöðunni og spila aftur á kantinum þar sem Suárez hefur verið svo heitur. „Mér datt ekki í hug að ég fengi að spila þessa stöðu því Messi var að spila fremstur sem nían. Ég velti því bara fyrir mér hvar ég ætti að spila. En okkur kemur samt vel saman jafnt innan sem utan vallar,“ segir Suárez í viðtali við BeIN Sport. „Stundum er erfitt að skilja þetta því framherji er alltaf reiður þegar hann er ekki aðal stjarnan. En hérna er þetta ekki þannig. Hér er enginn með einhverja leiksýningu. Það eru allir vinir og engin öfundsýki heldur alvöru vinátta,“ segir Luis Suárez. Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Luis Suárez, framherji Barcelona, segist aldrei hafa búist við því að taka við framherjastöðu liðsins af Lionel Messi þegar hann gekk í raðir Katalóníuliðsins fyrir tveimur árum. Suárez var algjörlega magnaður á leiktíðinni sem lýkur á sunnudaginn þegar Börsungar geta unnið tvennuna í enn eitt skiptið með sigri á Sevilla í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins. Barcelona varð um síðustu helgi Spánarmeistari annað árið í röð en Suárez skoraði 40 mörk í 35 deildarleikjum og hirti gullskóinn af Cristiano Ronaldo sem þurfti að láta sér silfurskóinn nægja rétt eins og silfur í deildinni. Messi, sem fimm sinnum hefur verið kosinn besti leikmaður heims, hefur þurft að víkja úr framherjastöðunni og spila aftur á kantinum þar sem Suárez hefur verið svo heitur. „Mér datt ekki í hug að ég fengi að spila þessa stöðu því Messi var að spila fremstur sem nían. Ég velti því bara fyrir mér hvar ég ætti að spila. En okkur kemur samt vel saman jafnt innan sem utan vallar,“ segir Suárez í viðtali við BeIN Sport. „Stundum er erfitt að skilja þetta því framherji er alltaf reiður þegar hann er ekki aðal stjarnan. En hérna er þetta ekki þannig. Hér er enginn með einhverja leiksýningu. Það eru allir vinir og engin öfundsýki heldur alvöru vinátta,“ segir Luis Suárez.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira