60 prósent EM-hópsins af mölinni Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2016 16:38 Kort sem fréttastofa útbjó til gamans. Vísir Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30
30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00