ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2016 21:18 Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. Vísir/Getty Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00