Nýsjálenska undrið í Oklahoma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 17:00 Adams er einn af vinsælustu leikmönnum Oklahoma. vísir/getty Oklahoma City Thunder getur sent meistara Golden State Warriors í sumarfrí með sigri í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Oklahoma, sem endaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart gegn Golden Statesem setti met í deildarkeppninni með því að vinna 73 leiki. Stephen Curry og félagar í Golden State eru komnir ofan í ansi djúpa holu og sagan er ekki á þeirra bandi því aðeins níu liðum í sögu NBA hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir í einvígi. Það gerðist síðast í fyrra þegar Houston Rockets vann Los Angeles Clippers, 4-3, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa lent 3-1 undir. Tvíeykið frábæra, Kevin Durant og Russell Westbrook, hefur eins og venjulega dregið vagninn fyrir Oklahoma en þeim hefur þó borist hjálp úr óvæntri átt, frá Nýsjálendingnum Steven Adams. Miðherjinn stóri og stæðilegi, sem skartar þykku og ræktarlegu yfirvaraskeggi, setti allt á annan endann á Twitter þegar hann grýtti boltanum, í bókstaflegri merkingu, á bakvörðinn Andre Roberson sem tróð auðveldlega í þriðja leiknum. Margir líktu tilþrifum Adams við skotboltatilþrif Bens Stiller og félaga í kvikmyndinni Dodgeball frá 2004. Stiller skartaði líka myndarlegu yfirvaraskeggi í myndinni, ekki ósvipuðu og Adams. Nýsjálendingurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu í einvíginu við Golden State, þá sérstaklega rimma hans og Draymonds Green sem er búinn að sparka tvisvar sinnum í djásnin á honum en sloppið við bann. Adams hefur þó ekki bara gefið skotboltasendingu og fengið spörk í punginn í einvíginu heldur hefur hann spilað einstaklega vel. Adams er með 11,0 stig og 8,5 stig að meðaltali í leik og skotnýtingin er til fyrirmyndar (59,1%). Adams er í miklum metum hjá Oklahoma, bæði hjá samherjum sínum og stuðningsmönnum liðsins sem kunna að meta þennan harðjaxl sem er jafnframt mikill húmoristi. Börn eru m.a. farin að klæða sig upp eins og Adams eins og sjá má á myndinni hér að neðan.Yo this little girl going Steven Adams mustache/tattoo combo has already won fan of the game pic.twitter.com/vYQmZ76HJx — Anthony Slater (@anthonyVslater) May 24, 2016Adams er, sem áður sagði, frá Nýja-Sjálandi en hann kemur úr stórum systkinahópi. Það er óhætt að segja að faðir hans, sem lést árið 2006, hafi verið frjósamur en hann átti 18 börn með fimm konum. Systkinin eru óvenjulega hávaxin en meðalhæð bræðra Stevens er 2,06 m og systur hans telja að meðaltali 1,83 m. Hann er ekki eini afreksmaðurinn í Adams-fjölskyldunni því systir hans, Valerie Adams, er einn fremsti kúluvarpari síðari ára. Valerie, sem er níu árum eldri en Steven, vann m.a. til gullverðlauna í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og í London fjórum árum seinna.Valerie Adams er einn fremsti kúluvarpi heims.vísir/gettyEftir andlát föður síns lenti Adams í vondum félagsskap en komst á rétta braut eftir að hann flutti til höfuðborgarinnar Wellington til bróður síns. Þar kynntist hann körfubolta og vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína á því sviði. Adams fluttist síðan til Bandaríkjanna og gekk í Pittsburgh háskólann sem hann lék með tímabilið 2012-13. Og hann gerði nóg með Pittsburgh til að vera valinn númer tólf í nýliðavali NBA 2013. Adams var valinn í annað úrvalslið nýliða á sínu fyrsta tímabili í NBA og hlutverk hans stækkaði umtalsvert árið eftir. Og nú í vetur hefur hann slegið í gegn og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem allt er undir.Fimmti leikur Golden State og Oklahoma hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur sent meistara Golden State Warriors í sumarfrí með sigri í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Oklahoma, sem endaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart gegn Golden Statesem setti met í deildarkeppninni með því að vinna 73 leiki. Stephen Curry og félagar í Golden State eru komnir ofan í ansi djúpa holu og sagan er ekki á þeirra bandi því aðeins níu liðum í sögu NBA hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir í einvígi. Það gerðist síðast í fyrra þegar Houston Rockets vann Los Angeles Clippers, 4-3, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa lent 3-1 undir. Tvíeykið frábæra, Kevin Durant og Russell Westbrook, hefur eins og venjulega dregið vagninn fyrir Oklahoma en þeim hefur þó borist hjálp úr óvæntri átt, frá Nýsjálendingnum Steven Adams. Miðherjinn stóri og stæðilegi, sem skartar þykku og ræktarlegu yfirvaraskeggi, setti allt á annan endann á Twitter þegar hann grýtti boltanum, í bókstaflegri merkingu, á bakvörðinn Andre Roberson sem tróð auðveldlega í þriðja leiknum. Margir líktu tilþrifum Adams við skotboltatilþrif Bens Stiller og félaga í kvikmyndinni Dodgeball frá 2004. Stiller skartaði líka myndarlegu yfirvaraskeggi í myndinni, ekki ósvipuðu og Adams. Nýsjálendingurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu í einvíginu við Golden State, þá sérstaklega rimma hans og Draymonds Green sem er búinn að sparka tvisvar sinnum í djásnin á honum en sloppið við bann. Adams hefur þó ekki bara gefið skotboltasendingu og fengið spörk í punginn í einvíginu heldur hefur hann spilað einstaklega vel. Adams er með 11,0 stig og 8,5 stig að meðaltali í leik og skotnýtingin er til fyrirmyndar (59,1%). Adams er í miklum metum hjá Oklahoma, bæði hjá samherjum sínum og stuðningsmönnum liðsins sem kunna að meta þennan harðjaxl sem er jafnframt mikill húmoristi. Börn eru m.a. farin að klæða sig upp eins og Adams eins og sjá má á myndinni hér að neðan.Yo this little girl going Steven Adams mustache/tattoo combo has already won fan of the game pic.twitter.com/vYQmZ76HJx — Anthony Slater (@anthonyVslater) May 24, 2016Adams er, sem áður sagði, frá Nýja-Sjálandi en hann kemur úr stórum systkinahópi. Það er óhætt að segja að faðir hans, sem lést árið 2006, hafi verið frjósamur en hann átti 18 börn með fimm konum. Systkinin eru óvenjulega hávaxin en meðalhæð bræðra Stevens er 2,06 m og systur hans telja að meðaltali 1,83 m. Hann er ekki eini afreksmaðurinn í Adams-fjölskyldunni því systir hans, Valerie Adams, er einn fremsti kúluvarpari síðari ára. Valerie, sem er níu árum eldri en Steven, vann m.a. til gullverðlauna í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og í London fjórum árum seinna.Valerie Adams er einn fremsti kúluvarpi heims.vísir/gettyEftir andlát föður síns lenti Adams í vondum félagsskap en komst á rétta braut eftir að hann flutti til höfuðborgarinnar Wellington til bróður síns. Þar kynntist hann körfubolta og vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína á því sviði. Adams fluttist síðan til Bandaríkjanna og gekk í Pittsburgh háskólann sem hann lék með tímabilið 2012-13. Og hann gerði nóg með Pittsburgh til að vera valinn númer tólf í nýliðavali NBA 2013. Adams var valinn í annað úrvalslið nýliða á sínu fyrsta tímabili í NBA og hlutverk hans stækkaði umtalsvert árið eftir. Og nú í vetur hefur hann slegið í gegn og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem allt er undir.Fimmti leikur Golden State og Oklahoma hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira