Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2016 17:08 Laxaseiði um það bil að fara í örmerkingu Mynd: KL Laxveiðimenn bíða þess nú að fyrstu árnar opni fyrir veiðimönnum en það gerist í lok næstu viku. Á sama tíma og beðið er eftir því að laxinn komi stór og tökuglaður úr sjó eru laxaseiðin að fara úr ánum og til sjávar. Laxaseiðin eru í ánum í 3-5 ár og þegar þau hafa náð réttum þroska og stærð undirbúa þau sig fyrir sjávardvöl með því að fara í göngubúning (smolta). Í veðurbreytingunum í vikunni hafa skilyrði fyrir sjógöngu laxaseiðanna verið afskaplega hagstæð enda sést það vel t.d. í Elliðaánum en þar er seiðaskilja þar sem seiðin eru talin og örmerkt. Þar fylltust tunnurnar um leið og áin hækkaði í rigningunum og seiðin fóru að leita leiðar sinnar niður ánna en eru gripinn í tunnurnar. Þar tekur á móti þeim Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að því að telja og örmerkja seiðin. Þetta er feyknamikil vinna enda merkir Jóhannes um það bil 16-25% af allri göngunni árlega. Þetta skilar gífurlega mikilvægum upplýsingum um stöðu stofnsins í ánum því með þessu má sjá stöðu í endurheimtum á laxinum. Jóhannes hefur einnig umsjón með rannsóknum á urriðastofninum á Þingvöllum og hefur þar árlega sýningu á ísaldarurriðanum við bakka Öxará. Það var ekki annað að sjá en að laxaseiðin færu vel haldin til sjávar og það er vonandi að sjórinn taki vel á móti þeim og skili sem mestu af þeim til baka að ári. Við erum svo að sjá næstu vikur og mánuði hvernig skyldmenni þeirra höfðu það í vetrardvölinni í sjónum en þau hópast nú að veiðiánum, klár til að taka agn veiðimanna. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Laxveiðimenn bíða þess nú að fyrstu árnar opni fyrir veiðimönnum en það gerist í lok næstu viku. Á sama tíma og beðið er eftir því að laxinn komi stór og tökuglaður úr sjó eru laxaseiðin að fara úr ánum og til sjávar. Laxaseiðin eru í ánum í 3-5 ár og þegar þau hafa náð réttum þroska og stærð undirbúa þau sig fyrir sjávardvöl með því að fara í göngubúning (smolta). Í veðurbreytingunum í vikunni hafa skilyrði fyrir sjógöngu laxaseiðanna verið afskaplega hagstæð enda sést það vel t.d. í Elliðaánum en þar er seiðaskilja þar sem seiðin eru talin og örmerkt. Þar fylltust tunnurnar um leið og áin hækkaði í rigningunum og seiðin fóru að leita leiðar sinnar niður ánna en eru gripinn í tunnurnar. Þar tekur á móti þeim Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að því að telja og örmerkja seiðin. Þetta er feyknamikil vinna enda merkir Jóhannes um það bil 16-25% af allri göngunni árlega. Þetta skilar gífurlega mikilvægum upplýsingum um stöðu stofnsins í ánum því með þessu má sjá stöðu í endurheimtum á laxinum. Jóhannes hefur einnig umsjón með rannsóknum á urriðastofninum á Þingvöllum og hefur þar árlega sýningu á ísaldarurriðanum við bakka Öxará. Það var ekki annað að sjá en að laxaseiðin færu vel haldin til sjávar og það er vonandi að sjórinn taki vel á móti þeim og skili sem mestu af þeim til baka að ári. Við erum svo að sjá næstu vikur og mánuði hvernig skyldmenni þeirra höfðu það í vetrardvölinni í sjónum en þau hópast nú að veiðiánum, klár til að taka agn veiðimanna.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði