Sara Björk spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári | Lyon vann Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2016 18:47 Ada Hegerberg skoraði í úrslitaleiknum og varð markadrottning Meistaradeildarinnar 2015-16. Hér fagnar hún marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira
Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira