Quarashi frumfluttu nýtt lag í Harmageddon Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. maí 2016 16:08 Quarashi í skýjunum. Myndin var tekin við tökur á myndbandi við nýja lagið sem væntanlegt er á mánudag. Vísir/Quarashi Hljómsveitin Quarashi frumflutti splunkunýtt lag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í dag. Þetta er fyrsta lagið sem Höskuldur Ólafsson rappar í með sveitinni síðan hann hætti í hljómsveitinni í árið 2003. Lagið heitir Chicago og í því koma í fyrsta sinn allir rapparar sveitarinnar fram. Þar má því ekki bara heyra nýjar rímur frá Hössa heldur einnig Egil „Tiny“, Ómari Súarez og Steina Fjeldsted en hér áður fyrr náðu þeir því aldrei að vera allir í sveitinni á sama tíma og verið var að vinna nýja tónlist. Þeir Sölvi Blöndal og Steinar Fjeldsted mættu í viðtal í Harmageddon en Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum til þess að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Í viðtalinu greindu þeir frá því að sveitin væri að vinna að nýju efni fyrir utan þetta eina nýja lag. Þar ræddu þeir hvernig liðsmenn hafa breyst og þroskast á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið „Þegar við byrjuðum var Davíð Oddsson ennþá forsætisráðherra,“ sagði Sölvi meðal annars í gríni. Steini greindi frá því að í dag væri hann alveg hættur að taka eiturlyf en hann hefur rekið menningarsíðuna Albumm.is með góðum árangri. Búið er að skjóta myndband við Chicago sem verður frumsýnt eftir helgi. Heyra má nýja lagið í klippu úr Harmageddon hér að ofan en lagið byrjar í kringum 9:25, eða eftir að viðtalinu við Sölva og Steina lýkur. Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Quarashi frumflutti splunkunýtt lag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í dag. Þetta er fyrsta lagið sem Höskuldur Ólafsson rappar í með sveitinni síðan hann hætti í hljómsveitinni í árið 2003. Lagið heitir Chicago og í því koma í fyrsta sinn allir rapparar sveitarinnar fram. Þar má því ekki bara heyra nýjar rímur frá Hössa heldur einnig Egil „Tiny“, Ómari Súarez og Steina Fjeldsted en hér áður fyrr náðu þeir því aldrei að vera allir í sveitinni á sama tíma og verið var að vinna nýja tónlist. Þeir Sölvi Blöndal og Steinar Fjeldsted mættu í viðtal í Harmageddon en Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum til þess að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Í viðtalinu greindu þeir frá því að sveitin væri að vinna að nýju efni fyrir utan þetta eina nýja lag. Þar ræddu þeir hvernig liðsmenn hafa breyst og þroskast á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið „Þegar við byrjuðum var Davíð Oddsson ennþá forsætisráðherra,“ sagði Sölvi meðal annars í gríni. Steini greindi frá því að í dag væri hann alveg hættur að taka eiturlyf en hann hefur rekið menningarsíðuna Albumm.is með góðum árangri. Búið er að skjóta myndband við Chicago sem verður frumsýnt eftir helgi. Heyra má nýja lagið í klippu úr Harmageddon hér að ofan en lagið byrjar í kringum 9:25, eða eftir að viðtalinu við Sölva og Steina lýkur.
Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00
Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00
Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning