Vök og Seven Lions saman í eina sæng Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2016 10:00 Seven Lions fann hljómsveitina í gegnum plötufyrirtæki sitt en hljómsveitin Vök hefur verið starfandi frá árinu 2013 og á rætur að rekja til Músíktilrauna líkt og svo margar íslenskar hljómsveitir. Vísir/Rogier Boogaard Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“ Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“
Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira