Leggjum AGS niður Lars Christensen skrifar 11. maí 2016 09:15 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira