Metið sem Koeman er að missa til Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 21:45 Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnu. Vísir/Getty Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45
Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15
Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30