Einskiptisliðirnir hverfa og ósiðirnir haldast Skjóðan skrifar 18. maí 2016 10:10 Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka. Skjóðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka.
Skjóðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira