Stjórnarskrá fyrir framtíðina Andri Snær Magnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar