Larry Bird ætlar að skipta um þjálfara hjá Indiana-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 16:30 Larry Bird. Vísir/Getty NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira