Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 06:00 Teitur Örlygsson var áður aðalþjálfari Stjörnunnar áður en hann fór aftur heim til Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Vísir Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00
Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00
Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51