Lemonade aðgengileg á iTunes eftir miðnætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:41 Sjötta plata Beyoncé heitir Lemonade. vísir Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal. Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal.
Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42
Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56