Búist við frekari seinkunum á Keflavíkurflugvelli í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 08:44 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. vísir/gva Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Unnið er að því að koma flugumferð í samt horf eftir að Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búast megi við frekari seinkunum í dag. „Það er möguleiki á einhverjum seinkunum á þessum ferðum sem urðu fyrir áhrifum af þessu yfirvinnubanni. Það er þétt dagskrá hjá þeim vélum en flugfélögin gera sitt besta til þess að ná upp réttri áætlun á sem stystum tíma,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Ekkert var lent á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Það hafði áhrif á um tuttugu og fjórar flugferðir um völlin en fyrsta vélin lenti klukkan sjö. „Þetta hefur allt saman gengið rosalega vel. Strax eina mínútu yfir sjö fór allt á fullt þegar morgunvaktin kom og það hafa allir lagt á eitt að láta þetta ganga sem hraðast fyrir sig,“ útskýrir Guðni. Tveimur ferðum flugfélagsins Air Berlin var aflýst vegna yfirvinnubannsins og flugvél frá Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þessa. Guðni segir það eflaust eiga eftir að taka einhvern tíma að koma öllu í samt lag. Alls eru 29 flugferðir á áætlun á Keflavíkurflugvelli á milli klukkan 7 og 8.30. „Vélarnar eru að komast út núna ein af annarri. Þetta eru töluverðar seinkanir bæði inn á völlunn og frá og flugfélögin verða eflaust einhvern tíma að ná að leiðrétta þær. En það hefur gengið ótrúlega vel að afgreiða þennan mikla fjölda sem þarna er.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. Lítið hefur miðað í samningaviðræðum þeirra við Isavia og hafa þeir boðað til þjálfunarbanns frá og með 6. maí næstkomandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00 Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Veruleg röskun á flugi Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK. 29. apríl 2016 07:00
Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. 28. apríl 2016 20:13
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04