Hælisleitandi sem óttast um líf sitt í Frakklandi á leið úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 16:27 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu. Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45