Zlatan fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í átta af níu skiptum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2016 22:02 Zlatan gekk niðurlútur af velli á Etihad í kvöld. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic lék hugsanlega sinn síðasta leik í Meistaradeild Evrópu á ferlinum þegar Paris Saint-Germain tapaði 1-0 fyrir Manchester City í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum keppninnar í kvöld.Liðin skildu jöfn, 2-2, í fyrri leiknum í París og því fara City-menn áfram, 3-2 samanlagt. Zlatan skoraði annað mark PSG í heimaleiknum en lét Joe Hart verja frá sér víti og klúðraði auk þess algjöru dauðafæri þegar hann slapp einn inn fyrir vörn City. Þótt Zlatan hafi notið gríðarlegrar velgengni í þeim deildum sem hann hefur spilað í á ferlinum hefur honum ekki tekist jafn vel upp í Meistaradeildinni. Zlatan hefur alls níu sinnum komist með liðum sínum í 8-liða úrslit keppninnar og átta sinnum fallið úr leik, oftar en nokkur annar leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Fjórum sinnum féll sænski framherjinn úr leik í 8-liða úrslitunum sem leikmaður PSG, tvisvar með Juventus og einu sinni með Ajax og AC Milan. Eina skiptið sem hann komst upp úr 8-liða úrslitunum var með Barcelona tímabilið 2009-10 en þá sló liðið Arsenal úr leik. Börsungar töpuðu svo fyrir Inter í undanúrslitunum. Zlatan er að öllum líkindum á förum frá PSG eftir tímabilið og því er flest sem bendir til þess að von hans um að vinna Meistaradeildina sé úti.Zlatan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar: 2003: Ajax féll út fyrir AC Milan, 3-2 2005: Juventus féll út fyrir Liverpool, 2-1 2006: Juventus féll út fyrir Arsenal, 2-0 2010: Barcelona fór áfram gegn Arsenal, 6-3 2012: AC Milan féll út fyrir Barcelona, 3-1 2013: PSG féll út fyrir Barcelona, 3-3 (á útivallarmörkum) 2014: PSG féll út fyrir Chelsea, 3-3 (á útivallarmörkum) 2015: PSG féll út fyrir Barcelona, 5-1 2016: PSG féll út fyrir Manchester City, 3-2Ibrahimovic has been eliminated in the CL quarterfinals on 8 out of 9 occasions, more often than any other player. #MCIPSG— Infostrada Sports (@InfostradaLive) April 12, 2016 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lék hugsanlega sinn síðasta leik í Meistaradeild Evrópu á ferlinum þegar Paris Saint-Germain tapaði 1-0 fyrir Manchester City í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum keppninnar í kvöld.Liðin skildu jöfn, 2-2, í fyrri leiknum í París og því fara City-menn áfram, 3-2 samanlagt. Zlatan skoraði annað mark PSG í heimaleiknum en lét Joe Hart verja frá sér víti og klúðraði auk þess algjöru dauðafæri þegar hann slapp einn inn fyrir vörn City. Þótt Zlatan hafi notið gríðarlegrar velgengni í þeim deildum sem hann hefur spilað í á ferlinum hefur honum ekki tekist jafn vel upp í Meistaradeildinni. Zlatan hefur alls níu sinnum komist með liðum sínum í 8-liða úrslit keppninnar og átta sinnum fallið úr leik, oftar en nokkur annar leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Fjórum sinnum féll sænski framherjinn úr leik í 8-liða úrslitunum sem leikmaður PSG, tvisvar með Juventus og einu sinni með Ajax og AC Milan. Eina skiptið sem hann komst upp úr 8-liða úrslitunum var með Barcelona tímabilið 2009-10 en þá sló liðið Arsenal úr leik. Börsungar töpuðu svo fyrir Inter í undanúrslitunum. Zlatan er að öllum líkindum á förum frá PSG eftir tímabilið og því er flest sem bendir til þess að von hans um að vinna Meistaradeildina sé úti.Zlatan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar: 2003: Ajax féll út fyrir AC Milan, 3-2 2005: Juventus féll út fyrir Liverpool, 2-1 2006: Juventus féll út fyrir Arsenal, 2-0 2010: Barcelona fór áfram gegn Arsenal, 6-3 2012: AC Milan féll út fyrir Barcelona, 3-1 2013: PSG féll út fyrir Barcelona, 3-3 (á útivallarmörkum) 2014: PSG féll út fyrir Chelsea, 3-3 (á útivallarmörkum) 2015: PSG féll út fyrir Barcelona, 5-1 2016: PSG féll út fyrir Manchester City, 3-2Ibrahimovic has been eliminated in the CL quarterfinals on 8 out of 9 occasions, more often than any other player. #MCIPSG— Infostrada Sports (@InfostradaLive) April 12, 2016
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira