Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2016 14:00 Hrafn Hauksson með flottann sjóbirting úr Varmá í gær Mynd: www.svfr.is Veiðin í Varmá hefur verið ágæt á þessu voru þrátt fyrir misgóða daga hvað veður varðar en málið er að það veiðist oft vel í versta veðrinu. Þetta sýndi sig líklega ágætlega í gær þegar það var hávaðarok og norðanátt sem gerði veiði afskaplega erfiða á sjóbirtingsslóðum. Af vefnum hjá SVFR er frásögn frá Hrafni Haukssyni sem var við veiðar í gær en þrátt fyrir þetta rok þá lönduðu þeir 10 sjóbirtingum og allt var þetta bjartur og fallegur geldfiskur. Mest veiddist frá gömlu stíflu og niður að bökkum en þar hefur verið mikið líf. Annars er fiskur vel dreifður um alla Varmá og það léttir nokkuð álagið á vinsælum veiðistöðum þegar ástandið er þannig. Þegar nær dregur sumri safnast fiskurinn oft upp í nokkra veiðistaði en þð gerist þó ekki alltaf. Helst þegar það er lengi sólríkt og bjart, þá sækir sjóbirtingurinn í djúpa veiðistaði þar sem skugga er að finna. Mest lesið Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Haltu línunum vel við Veiði Laxveiðin byrjar 5. júní Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði
Veiðin í Varmá hefur verið ágæt á þessu voru þrátt fyrir misgóða daga hvað veður varðar en málið er að það veiðist oft vel í versta veðrinu. Þetta sýndi sig líklega ágætlega í gær þegar það var hávaðarok og norðanátt sem gerði veiði afskaplega erfiða á sjóbirtingsslóðum. Af vefnum hjá SVFR er frásögn frá Hrafni Haukssyni sem var við veiðar í gær en þrátt fyrir þetta rok þá lönduðu þeir 10 sjóbirtingum og allt var þetta bjartur og fallegur geldfiskur. Mest veiddist frá gömlu stíflu og niður að bökkum en þar hefur verið mikið líf. Annars er fiskur vel dreifður um alla Varmá og það léttir nokkuð álagið á vinsælum veiðistöðum þegar ástandið er þannig. Þegar nær dregur sumri safnast fiskurinn oft upp í nokkra veiðistaði en þð gerist þó ekki alltaf. Helst þegar það er lengi sólríkt og bjart, þá sækir sjóbirtingurinn í djúpa veiðistaði þar sem skugga er að finna.
Mest lesið Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Haltu línunum vel við Veiði Laxveiðin byrjar 5. júní Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði