Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 13:30 Brynjar Þór Björnsson hefur tekið við Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö ár. Vísir/Andri Marinó KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð á sama kjarna en Haukarnir eru mættir í lokaúrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að það er gríðarlegur munur á reynslu leikmanna liðanna í lokaúrslitunum. Átta leikmenn KR hafa spilað leik í lokaúrslitum og allir hafa þeir orðið Íslandsmeistarar en aðeins einn leikmaður hefur upplifað það af leikmönnum Hauka. Finnur Atli Magnússon er nefnilega eini leikmaður Hauka sem hefur spilað í lokaúrslitum eða unnið Íslandsmeistaratitilinn. Finnur á átta leiki að baki í úrslitaeinvígi en hann vann titilinn með KR bæði 2011 og 2015. Þjálfarar Hauka hafa hinsvegar kynnst þessum kringumstæðum, þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var í stóru hlutverki þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 1988 og lék einnig með liðinu í úrslitunum 1985. Aðstoðarþjálfarinn Pétur Ingvarsson lék með Haukaliðinu í lokaúrslitunum 1993. Ívar og Pétur eiga saman átta leiki í lokaúrslitum eða jafnmarga og allir leikmenn þeirra til saman. Finnur Atli á eins og áður sagði alla þá leiki. Ívar og Pétur hafa hinsvegar hvorugur stýrt liði í úrslitaeinvígi karla en Ívar fór tvisvar með Stúdínur í lokaúrslitin hjá konunum. Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson hafa báðir leikið 21 leik í lokaúrslitum sem er það mesta hjá KR-liðinu. Brynjar hefur spilað þá alla fyrir KR en Darri hefur spilað fjóra af þeim fyrir Þór úr Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa líka mikla reynslu af lokaúrslitum.Lokaúrslitareynsla leikmanna KR - 84 leikir Brynjar Þór Björnsson - 21 leikur Darri Hilmarsson - 21 leikur Helgi Már Magnússon - 13 leikir Pavel Ermolinskij - 12 leikir Vilhjálmur Kári Jensson - 5 leikir Björn Kristjánsson - 4 leikir Michael Craion - 4 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - 4 leikirLokaúrslitareynsla leikmanna Hauka - 8 leikir Finnur Atli Magnússon - 8 leikur Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð á sama kjarna en Haukarnir eru mættir í lokaúrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að það er gríðarlegur munur á reynslu leikmanna liðanna í lokaúrslitunum. Átta leikmenn KR hafa spilað leik í lokaúrslitum og allir hafa þeir orðið Íslandsmeistarar en aðeins einn leikmaður hefur upplifað það af leikmönnum Hauka. Finnur Atli Magnússon er nefnilega eini leikmaður Hauka sem hefur spilað í lokaúrslitum eða unnið Íslandsmeistaratitilinn. Finnur á átta leiki að baki í úrslitaeinvígi en hann vann titilinn með KR bæði 2011 og 2015. Þjálfarar Hauka hafa hinsvegar kynnst þessum kringumstæðum, þjálfarinn Ívar Ásgrímsson var í stóru hlutverki þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar 1988 og lék einnig með liðinu í úrslitunum 1985. Aðstoðarþjálfarinn Pétur Ingvarsson lék með Haukaliðinu í lokaúrslitunum 1993. Ívar og Pétur eiga saman átta leiki í lokaúrslitum eða jafnmarga og allir leikmenn þeirra til saman. Finnur Atli á eins og áður sagði alla þá leiki. Ívar og Pétur hafa hinsvegar hvorugur stýrt liði í úrslitaeinvígi karla en Ívar fór tvisvar með Stúdínur í lokaúrslitin hjá konunum. Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson hafa báðir leikið 21 leik í lokaúrslitum sem er það mesta hjá KR-liðinu. Brynjar hefur spilað þá alla fyrir KR en Darri hefur spilað fjóra af þeim fyrir Þór úr Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hafa líka mikla reynslu af lokaúrslitum.Lokaúrslitareynsla leikmanna KR - 84 leikir Brynjar Þór Björnsson - 21 leikur Darri Hilmarsson - 21 leikur Helgi Már Magnússon - 13 leikir Pavel Ermolinskij - 12 leikir Vilhjálmur Kári Jensson - 5 leikir Björn Kristjánsson - 4 leikir Michael Craion - 4 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - 4 leikirLokaúrslitareynsla leikmanna Hauka - 8 leikir Finnur Atli Magnússon - 8 leikur
Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira