Stokkbólginn Logi tekur verkjalyf fyrir leiki: „Reyni að hjálpa eins og ég get“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30