„Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 1. apríl 2016 10:13 Maslor Tafa berst fyrir því að vera á Íslandi áfram ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Vilhelm Malsor Tafa er 29 ára Kósóvói, prófessor í landafræði, nýbakaður faðir og alþjóðlegur meistari í taekwondo sem hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Hann og eiginkona hans flúðu land sitt vegna pólitískra aðstæðna í desember árið 2014 og komu hingað. Hann sótti um hæli á Íslandi en þegar í ljós kom sérkunnátta hans í taekwondo sótti lögmaður hans um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaþátttöku. Þá var óskað eftir því að hann og fjölskylda hans fengi að vera hér á meðan Útlendingastofnun afgreiddi þá umsókn. Samkvæmt útlendingalögum mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra nema að sérstakar ástæður séu til staðar. Útlendingastofnun neitaði honum að vera hér á umsóknartíma. Eiginkonu hans og hálfs árs gömlum syni hafa ekki borist neinar tilkynningar um stöðu þeirra. „Þau hafa sagt mér að fara en ekki þeim. Það er eins og þeir vilji slíta fjölskyldu mína í sundur. Það getur ekki verið löglegt,“ segir Maslor. „Við fáum ekkert að vita um hvað ég þarf að vera lengi í burtu eða hvort ég megi yfir höfuð koma til baka.“ Malsor segir ómögulegt fyrir fjölskylduna að ferðast aftur til Kosovo. Hann segir að þar hafi þau ekki í nein hús að venda, fjárhagsstaða þeirra sé mjög slök þar sem hann hafi misst atvinnuleyfið hér við synjunina í desember og auk þess gæti ferðalagið reynst þeim hættulegt þar sem sonur hans hafi ekki þau skilríki sem til þurfi. Lögmaður hans, Helga Vala Helgadóttir, kærði niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar á grundvelli viðkvæmrar stöðu fjölskyldunnar. Þau bíða enn svars en Malsor hefur leyfi til þess að vera hér á meðan kærunefndin fer yfir málið.Malsor var meðlimur í stjórnarráði Taekwondo sambandsins í Kosovo og keppti á fjölda keppnum.Vísir/EinkasafnTKÍ í uppnámiEn það eru ekki bara þau hjón sem vilja fá dvalarleyfi fyrir Malsor á Íslandi á grundvelli íþróttaiðkunar. Síðasta árið eða svo hafa formenn Taekwondosambands Íslands (TKÍ), sem og íþróttafélög sem bjóða upp á sportið hér á landi, sent bréf til Útlendingarstofnunar til þess að ítreka hve mikilvæg vera hans á Íslandi er fyrir íþróttina. Malsor er með alþjóðaréttindi sem dómari og kennari. Aðeins einn annar hefur sömu réttindi hérlendis. Hann hefur því verið fenginn til þess að starfa á öllum þeim mótum sem sambandið hefur haldið frá því að hann byrjaði að starfa hér sem dómari. Haukur Skúlason, formaður TKÍ, sagði í bréfi sínu til Útlendingastofnunar að hann væri mikilvægur hlekkur fyrir sambandið sem vinnur nú að því að senda í fyrsta skipti íslenska þátttakendur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár. Hingað til hefur Malsor sinnt dómgæslu í sjálfboðavinnu en TKÍ hefur lýst yfir áhuga að setja hann á launaskrá. „Þegar ég hafði atvinnuleyfi vann ég eins mikið og ég gat fyrir TKÍ og tvær ferðaþjónustur til viðbótar. Ég óttast að ég missi þessar vinnur ef ég verð látinn fara. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað.“Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnAlþjóðlegur dómari sem kemst ekki neittMalsor er reglulega boðin vinna erlendis við að dæma á mótum en hefur ekki getað það vegna réttarstöðu sinnar innan íslenska kerfisins. Hann dreymir um að geta kennt sjálfsvarnaríþróttina á Íslandi en fyrir komuna hingað starfaði hann m.a. sem taekwondo þjálfari í Kósóvó í fimm ár. „Ég er að læra íslensku en ég á langt í land, enda er þetta frekar erfitt tungumál,“ segir taekwondo-meistarinn og brosir. „Mig langar til þess að stofna minn eigin klúbb hérna þegar ég er búinn að læra íslensku. Ég vil endilega vinna með börnum“. Spurður af hverju þau hafi valið að koma til Íslands svarar hann einfaldlega; „Ég er landafræðingur! Af hverju heldur þú?“ Lögfræðingi Malsor finnst undarlegt hversu langan tíma tekur að vinna úr málinu. Fréttastofa hefur heimildir um tilfelli þar sem íþróttamenn í svipaðri stöðu hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga eftir afgreiðslu sem leiddu í þeim tilvikum að samþykkt. Einnig eru fordæmi fyrir því að ríkisborgararéttur hafi verið afgreiddur á nokkrum dögum fyrir íþróttamenn. Í þeim tilfellum hefur annað hvort verið um fótbolta- eða handboltamenn að ræða. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Malsor Tafa er 29 ára Kósóvói, prófessor í landafræði, nýbakaður faðir og alþjóðlegur meistari í taekwondo sem hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Hann og eiginkona hans flúðu land sitt vegna pólitískra aðstæðna í desember árið 2014 og komu hingað. Hann sótti um hæli á Íslandi en þegar í ljós kom sérkunnátta hans í taekwondo sótti lögmaður hans um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaþátttöku. Þá var óskað eftir því að hann og fjölskylda hans fengi að vera hér á meðan Útlendingastofnun afgreiddi þá umsókn. Samkvæmt útlendingalögum mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra nema að sérstakar ástæður séu til staðar. Útlendingastofnun neitaði honum að vera hér á umsóknartíma. Eiginkonu hans og hálfs árs gömlum syni hafa ekki borist neinar tilkynningar um stöðu þeirra. „Þau hafa sagt mér að fara en ekki þeim. Það er eins og þeir vilji slíta fjölskyldu mína í sundur. Það getur ekki verið löglegt,“ segir Maslor. „Við fáum ekkert að vita um hvað ég þarf að vera lengi í burtu eða hvort ég megi yfir höfuð koma til baka.“ Malsor segir ómögulegt fyrir fjölskylduna að ferðast aftur til Kosovo. Hann segir að þar hafi þau ekki í nein hús að venda, fjárhagsstaða þeirra sé mjög slök þar sem hann hafi misst atvinnuleyfið hér við synjunina í desember og auk þess gæti ferðalagið reynst þeim hættulegt þar sem sonur hans hafi ekki þau skilríki sem til þurfi. Lögmaður hans, Helga Vala Helgadóttir, kærði niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar á grundvelli viðkvæmrar stöðu fjölskyldunnar. Þau bíða enn svars en Malsor hefur leyfi til þess að vera hér á meðan kærunefndin fer yfir málið.Malsor var meðlimur í stjórnarráði Taekwondo sambandsins í Kosovo og keppti á fjölda keppnum.Vísir/EinkasafnTKÍ í uppnámiEn það eru ekki bara þau hjón sem vilja fá dvalarleyfi fyrir Malsor á Íslandi á grundvelli íþróttaiðkunar. Síðasta árið eða svo hafa formenn Taekwondosambands Íslands (TKÍ), sem og íþróttafélög sem bjóða upp á sportið hér á landi, sent bréf til Útlendingarstofnunar til þess að ítreka hve mikilvæg vera hans á Íslandi er fyrir íþróttina. Malsor er með alþjóðaréttindi sem dómari og kennari. Aðeins einn annar hefur sömu réttindi hérlendis. Hann hefur því verið fenginn til þess að starfa á öllum þeim mótum sem sambandið hefur haldið frá því að hann byrjaði að starfa hér sem dómari. Haukur Skúlason, formaður TKÍ, sagði í bréfi sínu til Útlendingastofnunar að hann væri mikilvægur hlekkur fyrir sambandið sem vinnur nú að því að senda í fyrsta skipti íslenska þátttakendur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár. Hingað til hefur Malsor sinnt dómgæslu í sjálfboðavinnu en TKÍ hefur lýst yfir áhuga að setja hann á launaskrá. „Þegar ég hafði atvinnuleyfi vann ég eins mikið og ég gat fyrir TKÍ og tvær ferðaþjónustur til viðbótar. Ég óttast að ég missi þessar vinnur ef ég verð látinn fara. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað.“Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnAlþjóðlegur dómari sem kemst ekki neittMalsor er reglulega boðin vinna erlendis við að dæma á mótum en hefur ekki getað það vegna réttarstöðu sinnar innan íslenska kerfisins. Hann dreymir um að geta kennt sjálfsvarnaríþróttina á Íslandi en fyrir komuna hingað starfaði hann m.a. sem taekwondo þjálfari í Kósóvó í fimm ár. „Ég er að læra íslensku en ég á langt í land, enda er þetta frekar erfitt tungumál,“ segir taekwondo-meistarinn og brosir. „Mig langar til þess að stofna minn eigin klúbb hérna þegar ég er búinn að læra íslensku. Ég vil endilega vinna með börnum“. Spurður af hverju þau hafi valið að koma til Íslands svarar hann einfaldlega; „Ég er landafræðingur! Af hverju heldur þú?“ Lögfræðingi Malsor finnst undarlegt hversu langan tíma tekur að vinna úr málinu. Fréttastofa hefur heimildir um tilfelli þar sem íþróttamenn í svipaðri stöðu hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga eftir afgreiðslu sem leiddu í þeim tilvikum að samþykkt. Einnig eru fordæmi fyrir því að ríkisborgararéttur hafi verið afgreiddur á nokkrum dögum fyrir íþróttamenn. Í þeim tilfellum hefur annað hvort verið um fótbolta- eða handboltamenn að ræða.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira