Vígamenn komast í gegnum öryggisnet Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2016 22:11 Vísir/EPA Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Þegar Ibrahim El Bakraoui sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, var það í minnst þriðja sinn sem hann fór óáreittur um flugvöll á undanförnum mánuðum. Tyrkir grunuðu hann um að vera hryðjuverkamaður. Hann var fyrrverandi fangi í Belgíu og eftirlýstur fyrir að hafa rofið skilorð. Þrátt fyrir það fékk hann að fljúga frá Istanbúl til Hollands og hverfa í Evrópu. Ferðalag Bakraoui um Evrópu hafa vakið upp spurningar um það hvort að yfirvöld álfunnar viti um þá fimm þúsund sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sýrlands og Írak og barist þar með vígahópum. Þeir menn eru taldir vera mikil ógn gegn öryggi íbúa Evrópu.Rannsókn AP fréttaveitunnar bendir til þess að stór göt sé að finna á öryggisneti Evrópu. Dæmi eru rakin um fleiri vígamenn sem hafa ferðast um heimsálfuna, að virðist alveg óáreittir af lögreglu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa vísað um 3,250 grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi frá 2011 og þar eru ekki með taldir þeir sem hafa reynt að ferðast til Sýrlands og hafa verið stöðvaðir. Þegar kemur að Bakraoui segja Tyrkir að yfirvöld í Belgíu hafi ekki farið fram á að hann yrði framseldur þangað og því hafi honum verið frjálst að ferðast um Evrópu. Embættismenn í Tyrklandi segja að yfirvöld í Belgíu hafi verið vöruð við því að hann væri grunaður um að vera hryðjuverkamaður. Stjórnvöld í Belgíu segja að þær upplýsingar hafi ekki fylgt viðvöruninni. Þá segir í grein AP að engin alþjóðalög fjalli um framsöl, einungis viðmið og starfsreglur. Þá er upplýsingaflæði á milli leyniþjónusta lítið sem ekkert. Þá sérstaklega þegar kemur að Tyrklandi. Þó er unnið að nýjum reglum innan ESB og eru þær sagðar vera nærri því tilbúnar. Samkvæmt þeim verði nöfn íbúa ESB borin saman við gagnagrunna lögregluembætta.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira