Körfuboltakvöld: Skagfirsk sveifla í Síkinu | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2016 11:45 Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með stæl þegar þeir unnu stórsigur, 98-68, á Keflavík í Síkinu á mánudagskvöldið. Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu Stólarnir mikla yfirburði í leiknum og hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Í Domino's Körfuboltakvöldi í gær var farið yfir þennan stórsigur Stólanna sem unnu einvígið 3-1. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru mjög hrifnir af frammistöðu Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Stólanna í leiknum í fyrradag. „Helgi var besti leikmaður Tindastóls í leiknum,“ sagði Fannar og fór síðan yfir varnartaktík Stólanna. „Þeir vísa þeim alltaf niður á endalínu og eru ekki að opna miðjuna. Það þýðir að þú hefur miklu minna pláss til að athafna þig eftir að þú ert kominn niður á endalínu. Það er alltaf meira pláss í miðjunni.“ Sérfræðingarnir fóru einnig yfir frammistöðu ungu strákanna í Tindastólsliðinu, Péturs Rúnars Birgissonar og Viðar Ágústssonar, sem áttu frábæran leik þrátt fyrir að hafa lent í bílveltu nokkrum dögum áður. „Hann [Pétur] tók smá dýfu í vetur en svo er bara eins og hann hafi verið á Kanarí í þrjár vikur og komið til baka, endurnærður, fullur af D-vítamíni og klár í slaginn. Hann hefur verið stórkostlegur á báðum endum vallarins,“ sagði Jón Halldór og sneri talinu að Viðari: „Ég get ekki hætt að dást að þessum dreng [Viðari]. Þessi gæji hefur flogið undir radarinn í vetur en varnarlega er hann asnalega góður. Hann er með þetta allt. Sjáðu hvað Costa [þjálfari Tindastóls] gerir: hann lætur hann dekka besta manninn í hinu liðinu.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með stæl þegar þeir unnu stórsigur, 98-68, á Keflavík í Síkinu á mánudagskvöldið. Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu Stólarnir mikla yfirburði í leiknum og hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Í Domino's Körfuboltakvöldi í gær var farið yfir þennan stórsigur Stólanna sem unnu einvígið 3-1. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru mjög hrifnir af frammistöðu Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Stólanna í leiknum í fyrradag. „Helgi var besti leikmaður Tindastóls í leiknum,“ sagði Fannar og fór síðan yfir varnartaktík Stólanna. „Þeir vísa þeim alltaf niður á endalínu og eru ekki að opna miðjuna. Það þýðir að þú hefur miklu minna pláss til að athafna þig eftir að þú ert kominn niður á endalínu. Það er alltaf meira pláss í miðjunni.“ Sérfræðingarnir fóru einnig yfir frammistöðu ungu strákanna í Tindastólsliðinu, Péturs Rúnars Birgissonar og Viðar Ágústssonar, sem áttu frábæran leik þrátt fyrir að hafa lent í bílveltu nokkrum dögum áður. „Hann [Pétur] tók smá dýfu í vetur en svo er bara eins og hann hafi verið á Kanarí í þrjár vikur og komið til baka, endurnærður, fullur af D-vítamíni og klár í slaginn. Hann hefur verið stórkostlegur á báðum endum vallarins,“ sagði Jón Halldór og sneri talinu að Viðari: „Ég get ekki hætt að dást að þessum dreng [Viðari]. Þessi gæji hefur flogið undir radarinn í vetur en varnarlega er hann asnalega góður. Hann er með þetta allt. Sjáðu hvað Costa [þjálfari Tindastóls] gerir: hann lætur hann dekka besta manninn í hinu liðinu.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum