Rammaáætlun og góð lögfræði Tryggvi Felixson skrifar 31. mars 2016 07:00 Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa.