Heppin við Hugleikur Dagsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hæ ég heiti Hulli en fornafn mitt er Þórarinn / Kominn til að tilkynna að Biblían og Kóraninn / Er sama bókin með mismunandi leturgerð / allt sama djókið, en sem fokking betur fer / fer fólki fækkandi sem afturenda étur með / hugsar með og talar með. / Á diskinn minn falafel / sviðasultu og hanastél / Menning kennd við fjöl eina menningin sem völ / er á í þessari dvöl á þessari möl / á þessum klaka á þessari jörð. / Frekar vil ég maka á mig kúk og lambaspörð / en að gangast við kross haka og rjúkí næstu hjörð / sem þrammar undir fána í höndunum á bjána / sem lýgur því að ástandið muni skána / ef við hunsum alla sem að búa undir stjörnu og mána / lifandi sem dána. / Björgum frekar oss en hinum. / Forgang handa þeim sem búa undir krossinum. Rót vandans er að við viljum ekki blanda / okkur í málið fyrren við sjáum þennan fjanda / standa við okkar landamær. / Ekkert skiptir máli í austurlöndum fjær. / Allt hinsvegar verra ef það gerist nær. / Það var Mordor í gær / en í dag var það Shire. / En við trúum öll á á sama guðinn / Hlustum öll á sama tuðið / Öll á sama belli köfnum / Hann heitir mörgum nöfnum / Dollari, Pund, Yen og króna / allir vilja þjóna, allir eru owna / ðir af sömu skepnunni. / Heppin við. „Heppin við“ og „skepnunni“ er lélegt rím / En ég er bara meðvitað kolefnaslím / Ég er bara draugur í kjötpoka. / Ekki fær um að loka / á mér trantinum. / Get ekki sagt þér um / hvað þetta rant er um / kannski allt sem mér annt er um. / Kveðja, einn nettur á kantinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hugleikur Dagsson Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun
Hæ ég heiti Hulli en fornafn mitt er Þórarinn / Kominn til að tilkynna að Biblían og Kóraninn / Er sama bókin með mismunandi leturgerð / allt sama djókið, en sem fokking betur fer / fer fólki fækkandi sem afturenda étur með / hugsar með og talar með. / Á diskinn minn falafel / sviðasultu og hanastél / Menning kennd við fjöl eina menningin sem völ / er á í þessari dvöl á þessari möl / á þessum klaka á þessari jörð. / Frekar vil ég maka á mig kúk og lambaspörð / en að gangast við kross haka og rjúkí næstu hjörð / sem þrammar undir fána í höndunum á bjána / sem lýgur því að ástandið muni skána / ef við hunsum alla sem að búa undir stjörnu og mána / lifandi sem dána. / Björgum frekar oss en hinum. / Forgang handa þeim sem búa undir krossinum. Rót vandans er að við viljum ekki blanda / okkur í málið fyrren við sjáum þennan fjanda / standa við okkar landamær. / Ekkert skiptir máli í austurlöndum fjær. / Allt hinsvegar verra ef það gerist nær. / Það var Mordor í gær / en í dag var það Shire. / En við trúum öll á á sama guðinn / Hlustum öll á sama tuðið / Öll á sama belli köfnum / Hann heitir mörgum nöfnum / Dollari, Pund, Yen og króna / allir vilja þjóna, allir eru owna / ðir af sömu skepnunni. / Heppin við. „Heppin við“ og „skepnunni“ er lélegt rím / En ég er bara meðvitað kolefnaslím / Ég er bara draugur í kjötpoka. / Ekki fær um að loka / á mér trantinum. / Get ekki sagt þér um / hvað þetta rant er um / kannski allt sem mér annt er um. / Kveðja, einn nettur á kantinum.