Þýðir ekkert að toppa í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2016 06:00 Pétur Rúnar Birgisson. Vísir/Anton Lið Tindastóls virðist vera að toppa á réttum tíma eftir erfitt gengi framan af vetri. Stólarnir hafa unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og á mánudagskvöldið slógu þeir Keflavík úr leik í átta liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Síkinu, heimavelli Tindastóls, og voru heimamenn miklu sterkari aðilinn og náðu mest 42 stiga forystu. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 98-68. „Frábær vörn af okkar hálfu, við stigum varla feilspor í vörninni,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Keflavík. Stólarnir hafa nú unnið tíu af ellefu síðustu leikjum sínum og eru til alls líklegir í framhaldinu. Þessi upprisa Stólanna helst að miklu leyti í hendur við bætta spilamennsku Péturs Rúnars en þessi tvítugi strákur var öflugur í lokaleikjunum í deildarkeppninni og hefur svo haldið uppteknum hætti í úrslitakeppninni. Í einvíginu við Keflavík skilaði Pétur 13,5 stigum að meðaltali í leik, 4,5 fráköstum og 6,0 stoðsendingum. Til samanburðar var hann með 9,6 stig, 3,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildarkeppninni.Gaman að spila fyrir þá „Þetta er langt tímabil, það þýðir ekkert að toppa í nóvember. Maður verður að gera það á réttum tíma,“ sagði Pétur sem finnst greinilega gott að spila undir stjórn spænskra þjálfara. Þegar hann sló í gegn í fyrra var Spánverjinn Israel Martin við stjórnvölinn hjá Tindastóli og eftir sex umferðir í Domino’s-deildinni í ár tók landi hans og félagi, José Costa, við. „Það er vonandi að ég geti fundið mig undir stjórn annarra þjálfara,“ sagði Pétur og skellti upp úr. „En þetta eru frábærir þjálfarar og það er gaman að spila fyrir þá.“ Hann lætur vel af störfum Costa og segir hann hafa komið með sjálfstraust aftur í lið Stólanna. „Þetta tímabil er búið að vera svolítill rússíbani,“ sagði Pétur. „Andinn í liðinu breyttist. Menn vissu ekki alveg á hvaða leið við vorum í byrjun tímabils og þetta var hálf sjokkerandi. Í fyrra og hitteðfyrra unnum við flest alla leiki sem við spiluðum en svo vorum við allt í einu farnir að tapa og maður fann sjálfstraustið fara smátt og smátt. Ég held að hann [Costa] hafi komið sjálfstrausti aftur í liðið.“Óvanir þessum hugsunarhætti Umræddur Costa tók við starfinu af Finnanum Pieti Poikola sem stýrði Stólunum aðeins í fjórum leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn. Takmörkuð ánægja var með störf Poikola en leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að aðlagast áherslum hans. „Þetta var bara öðruvísi leikur. Hann vildi nánast láta alla tólf á skýrslu spila í 1. leikhluta og enginn mátti spila í meira en fimm mínútur í einu. Þetta er hugsunarháttur sem við Íslendingar erum ekkert vanir,“ sagði Pétur en þegar Poikola var við stjórnvölinn minnti varamannabekkur Tindastóls á umferðarmiðstöð; menn komu og fóru og komu svo aftur inn á. „Ég held að hann sé samt ekkert lélegur þjálfari en þetta virkaði bara ekki fyrir okkur,“ sagði Pétur og bætti því við að leikmenn Tindastóls hafi reynt að ræða við Poikola um að koma til móts við þá en komið að lokuðum dyrum. Stólarnir spiluðu sem áður sagði gríðarlega vel í fjórða leiknum gegn Keflavík. Leikur þrjú á skírdag var ekki jafn góður og tapaðist en á leiðinni heim í Skagafjörðinn komust Pétur og samherji hans og vinur, Viðar Ágústsson, heldur betur í hann krappan er þeir lentu í bílveltu á Holtavörðuheiðinni.Vísir/AntonHeppnir að ekki fór verr „Við vorum heppnir að ekki fór verr,“ sagði Pétur en þeir félagar, auk systur Viðars og unnustu, sluppu ótrúlega vel. „Það var búið að vera gott veður um daginn og við gerðum ekki ráð fyrir hálkunni. Þetta er eftir stóru beygjuna á Holtavörðuheiðinni, þá kemur önnur beygja aflíðandi og þar misstum við bílinn út af og hann valt tvisvar eða svo.“ Eins og áður sagði sluppu þau ótrúlega vel en Pétur viðurkennir að þetta hafi verið óþægileg lífsreynsla. „Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Sjokkið hefði samt verið meira ef einhver hefði meiðst,“ sagði Pétur en bílveltan virtist ekki hafa mikil áhrif á þá Viðar í leiknum á Króknum á mánudagskvöldið. „Ég var mjög heppinn og fann nánast ekki fyrir neinu eftir þetta. Ég fékk aðeins í hægra herðablaðið en var orðinn góður eftir 2-3 daga. Verkurinn ágerðist ekkert. Viðar var aðeins stífur í bakinu en er held ég orðinn góður.“ Það ræðst í kvöld, eftir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur, hvort Stólarnir mæta KR eða Haukum í undanúrslitunum. Pétur og félagar mættu báðum þessum liðum í úrslitakeppninni í fyrra; slógu Hauka út í undanúrslitunum en töpuðu svo fyrir KR í úrslitaeinvíginu. Þangað ætla Stólarnir sér annað árið í röð. „Það er stefnan. Það var svo gaman í fyrra að okkur langar aftur,“ sagði Pétur Rúnar að endingu. Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Lið Tindastóls virðist vera að toppa á réttum tíma eftir erfitt gengi framan af vetri. Stólarnir hafa unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og á mánudagskvöldið slógu þeir Keflavík úr leik í átta liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Síkinu, heimavelli Tindastóls, og voru heimamenn miklu sterkari aðilinn og náðu mest 42 stiga forystu. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 98-68. „Frábær vörn af okkar hálfu, við stigum varla feilspor í vörninni,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Keflavík. Stólarnir hafa nú unnið tíu af ellefu síðustu leikjum sínum og eru til alls líklegir í framhaldinu. Þessi upprisa Stólanna helst að miklu leyti í hendur við bætta spilamennsku Péturs Rúnars en þessi tvítugi strákur var öflugur í lokaleikjunum í deildarkeppninni og hefur svo haldið uppteknum hætti í úrslitakeppninni. Í einvíginu við Keflavík skilaði Pétur 13,5 stigum að meðaltali í leik, 4,5 fráköstum og 6,0 stoðsendingum. Til samanburðar var hann með 9,6 stig, 3,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildarkeppninni.Gaman að spila fyrir þá „Þetta er langt tímabil, það þýðir ekkert að toppa í nóvember. Maður verður að gera það á réttum tíma,“ sagði Pétur sem finnst greinilega gott að spila undir stjórn spænskra þjálfara. Þegar hann sló í gegn í fyrra var Spánverjinn Israel Martin við stjórnvölinn hjá Tindastóli og eftir sex umferðir í Domino’s-deildinni í ár tók landi hans og félagi, José Costa, við. „Það er vonandi að ég geti fundið mig undir stjórn annarra þjálfara,“ sagði Pétur og skellti upp úr. „En þetta eru frábærir þjálfarar og það er gaman að spila fyrir þá.“ Hann lætur vel af störfum Costa og segir hann hafa komið með sjálfstraust aftur í lið Stólanna. „Þetta tímabil er búið að vera svolítill rússíbani,“ sagði Pétur. „Andinn í liðinu breyttist. Menn vissu ekki alveg á hvaða leið við vorum í byrjun tímabils og þetta var hálf sjokkerandi. Í fyrra og hitteðfyrra unnum við flest alla leiki sem við spiluðum en svo vorum við allt í einu farnir að tapa og maður fann sjálfstraustið fara smátt og smátt. Ég held að hann [Costa] hafi komið sjálfstrausti aftur í liðið.“Óvanir þessum hugsunarhætti Umræddur Costa tók við starfinu af Finnanum Pieti Poikola sem stýrði Stólunum aðeins í fjórum leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn. Takmörkuð ánægja var með störf Poikola en leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að aðlagast áherslum hans. „Þetta var bara öðruvísi leikur. Hann vildi nánast láta alla tólf á skýrslu spila í 1. leikhluta og enginn mátti spila í meira en fimm mínútur í einu. Þetta er hugsunarháttur sem við Íslendingar erum ekkert vanir,“ sagði Pétur en þegar Poikola var við stjórnvölinn minnti varamannabekkur Tindastóls á umferðarmiðstöð; menn komu og fóru og komu svo aftur inn á. „Ég held að hann sé samt ekkert lélegur þjálfari en þetta virkaði bara ekki fyrir okkur,“ sagði Pétur og bætti því við að leikmenn Tindastóls hafi reynt að ræða við Poikola um að koma til móts við þá en komið að lokuðum dyrum. Stólarnir spiluðu sem áður sagði gríðarlega vel í fjórða leiknum gegn Keflavík. Leikur þrjú á skírdag var ekki jafn góður og tapaðist en á leiðinni heim í Skagafjörðinn komust Pétur og samherji hans og vinur, Viðar Ágústsson, heldur betur í hann krappan er þeir lentu í bílveltu á Holtavörðuheiðinni.Vísir/AntonHeppnir að ekki fór verr „Við vorum heppnir að ekki fór verr,“ sagði Pétur en þeir félagar, auk systur Viðars og unnustu, sluppu ótrúlega vel. „Það var búið að vera gott veður um daginn og við gerðum ekki ráð fyrir hálkunni. Þetta er eftir stóru beygjuna á Holtavörðuheiðinni, þá kemur önnur beygja aflíðandi og þar misstum við bílinn út af og hann valt tvisvar eða svo.“ Eins og áður sagði sluppu þau ótrúlega vel en Pétur viðurkennir að þetta hafi verið óþægileg lífsreynsla. „Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Sjokkið hefði samt verið meira ef einhver hefði meiðst,“ sagði Pétur en bílveltan virtist ekki hafa mikil áhrif á þá Viðar í leiknum á Króknum á mánudagskvöldið. „Ég var mjög heppinn og fann nánast ekki fyrir neinu eftir þetta. Ég fékk aðeins í hægra herðablaðið en var orðinn góður eftir 2-3 daga. Verkurinn ágerðist ekkert. Viðar var aðeins stífur í bakinu en er held ég orðinn góður.“ Það ræðst í kvöld, eftir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur, hvort Stólarnir mæta KR eða Haukum í undanúrslitunum. Pétur og félagar mættu báðum þessum liðum í úrslitakeppninni í fyrra; slógu Hauka út í undanúrslitunum en töpuðu svo fyrir KR í úrslitaeinvíginu. Þangað ætla Stólarnir sér annað árið í röð. „Það er stefnan. Það var svo gaman í fyrra að okkur langar aftur,“ sagði Pétur Rúnar að endingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira