Gary Neville versti þjálfari í sögu Valencia Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 15:00 Gary Neville átti ekki sjö dagana sæla á Mestalla. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira