Frjálsar teikningar og mistök eru leyfileg Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Elín Edda gefur út grafíska myndasögu um Gombra. Vísir/Anton Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens. Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens.
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“