Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2016 21:30 Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu. Vísir/AFP Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40