Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 19:48 Sagan endalausa um Stefan Bonneau heldur áfram. Eftir langa bið og mikla umfjöllun spilaði Bandaríkjamaðurinn loksins sína fyrstu mínútur með Njarðvík á tímabilinu. Það varð hins vegar stutt gaman hjá kappanum. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi meiddist Bonneau á hægri fæti, svo mikið að hann treysti sér ekki til að stíga í löppina. Hann valhoppaði svo beinustu leið út af og í búningsklefann. Bonneau sleit hásin á æfingu áður en tímabilið hófst í haust en endurhæfingin hefur gengið vel hjá honum og hefur hann verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, greindi svo frá því að Bonneau myndi spila sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld, sem og hann gerði. Sjá einnig: Teitur segir að Bonneau spili í Ljónagryfjunni í kvöld „Oddur bað hann um smá hjálp og Stefan fannst gott að heyra það. Ég geri ráð fyrir því að hann hvíli Odd í kvöld þegar þurfa þykir," sagði Teitur Örlygsson í samtali við karfan.is. Bonneau var búinn að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur þegar hann haltraði af velli þegar rúmar sex mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Þegar þetta er ritað er óljóst hvort að hann spili meira í leiknum en útlitið er ekki gott. Bonneau náði ekki að skora á þessum tíma en hann tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Leiknum er lýst beint á íþróttavef Vísis en hann verður svo gerður upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport sem er að þessu sinni sent út frá Þorlákshöfn, þar sem heimamenn í Þór spila við Njarðvík.Bonneau valhoppar inn í klefa. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Atkinson kemur aftur inn á.— Njarðvík - Stjarnan (@Visirkarfa1) March 21, 2016 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld | Rifjaðu upp geggjuð tilþrif Bonneau Stefan Bonneau spilar með Njarðvík í fyrsta sinn á þessu tímabili í Dominos-deild karla í kvöld. 10. mars 2016 15:00 Bonneau tilbúinn og verður með á morgun | Myndband Stefan Bonneau og Haukur Helgi Pálsson spila með Njarðvík annað kvöld. 9. mars 2016 21:45 Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. 25. janúar 2016 15:37 Teitur segir að Bonneau spili í Ljónagryfjunni í kvöld Stefan Bonneau spilar væntanlega sínar fyrstu mínútur í Domino´s deildinni eftir hásinarslit í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. 21. mars 2016 12:07 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Sagan endalausa um Stefan Bonneau heldur áfram. Eftir langa bið og mikla umfjöllun spilaði Bandaríkjamaðurinn loksins sína fyrstu mínútur með Njarðvík á tímabilinu. Það varð hins vegar stutt gaman hjá kappanum. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi meiddist Bonneau á hægri fæti, svo mikið að hann treysti sér ekki til að stíga í löppina. Hann valhoppaði svo beinustu leið út af og í búningsklefann. Bonneau sleit hásin á æfingu áður en tímabilið hófst í haust en endurhæfingin hefur gengið vel hjá honum og hefur hann verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, greindi svo frá því að Bonneau myndi spila sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld, sem og hann gerði. Sjá einnig: Teitur segir að Bonneau spili í Ljónagryfjunni í kvöld „Oddur bað hann um smá hjálp og Stefan fannst gott að heyra það. Ég geri ráð fyrir því að hann hvíli Odd í kvöld þegar þurfa þykir," sagði Teitur Örlygsson í samtali við karfan.is. Bonneau var búinn að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur þegar hann haltraði af velli þegar rúmar sex mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Þegar þetta er ritað er óljóst hvort að hann spili meira í leiknum en útlitið er ekki gott. Bonneau náði ekki að skora á þessum tíma en hann tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Leiknum er lýst beint á íþróttavef Vísis en hann verður svo gerður upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport sem er að þessu sinni sent út frá Þorlákshöfn, þar sem heimamenn í Þór spila við Njarðvík.Bonneau valhoppar inn í klefa. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Atkinson kemur aftur inn á.— Njarðvík - Stjarnan (@Visirkarfa1) March 21, 2016
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld | Rifjaðu upp geggjuð tilþrif Bonneau Stefan Bonneau spilar með Njarðvík í fyrsta sinn á þessu tímabili í Dominos-deild karla í kvöld. 10. mars 2016 15:00 Bonneau tilbúinn og verður með á morgun | Myndband Stefan Bonneau og Haukur Helgi Pálsson spila með Njarðvík annað kvöld. 9. mars 2016 21:45 Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. 25. janúar 2016 15:37 Teitur segir að Bonneau spili í Ljónagryfjunni í kvöld Stefan Bonneau spilar væntanlega sínar fyrstu mínútur í Domino´s deildinni eftir hásinarslit í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. 21. mars 2016 12:07 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56
Litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld | Rifjaðu upp geggjuð tilþrif Bonneau Stefan Bonneau spilar með Njarðvík í fyrsta sinn á þessu tímabili í Dominos-deild karla í kvöld. 10. mars 2016 15:00
Bonneau tilbúinn og verður með á morgun | Myndband Stefan Bonneau og Haukur Helgi Pálsson spila með Njarðvík annað kvöld. 9. mars 2016 21:45
Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni. 25. janúar 2016 15:37
Teitur segir að Bonneau spili í Ljónagryfjunni í kvöld Stefan Bonneau spilar væntanlega sínar fyrstu mínútur í Domino´s deildinni eftir hásinarslit í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. 21. mars 2016 12:07