Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 13:01 „Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57