Gríðarlegur áhugi á Volvo XC90 T8 Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:47 Fjölmargir litu á gripinn. Brimborg frumsýndi Volvo XC90 T8 á laugardaginn. Aðsóknin var frábær og greinilega mikill áhugi á bílnum og var fólk mætt fyrir utan Brimborg löngu fyrir opnun. Aflrásin í Volvo XC90 T8 er gríðarlega aflmikil, hestöflin eru 407 og togið 640 Nm. Samt sem áður er eldsneytiseyðslan í blönduðum akstri ekki nema 2,1 l/100 km og hröðunin 5,6 sekúndur frá 0-100 km/klst. Koltvísýringslosunin er lág, eða 49 g/km. Brimborg hefur nú þegar afhent 9 stykki Volvo XC90 T8. Þar að auki eru 20 Volvo XC90 T8 bílar seldir og eru væntanlegir til landsins. Volvo hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Þessi þróun á einnig við um hér á Íslandi en Volvo er stærsta lúxusbílavörumerkið það sem af er ári (almennur markaður á tímabilinu: 1. janúar – 18. mars 2016). Önnur mikilvæg frumsýning verður hjá Volvo á þessu ári þegar nýir Volvo S90 og Volvo V90 verða kynntir til leiks. Gera má ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til landsins í haust.Volvo XC90 fékk stálstýrið í ár hér á landi.Grimmur framendi á XC90Innan úr bílnum.Með skíða- og hjólafestingu. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent
Brimborg frumsýndi Volvo XC90 T8 á laugardaginn. Aðsóknin var frábær og greinilega mikill áhugi á bílnum og var fólk mætt fyrir utan Brimborg löngu fyrir opnun. Aflrásin í Volvo XC90 T8 er gríðarlega aflmikil, hestöflin eru 407 og togið 640 Nm. Samt sem áður er eldsneytiseyðslan í blönduðum akstri ekki nema 2,1 l/100 km og hröðunin 5,6 sekúndur frá 0-100 km/klst. Koltvísýringslosunin er lág, eða 49 g/km. Brimborg hefur nú þegar afhent 9 stykki Volvo XC90 T8. Þar að auki eru 20 Volvo XC90 T8 bílar seldir og eru væntanlegir til landsins. Volvo hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Þessi þróun á einnig við um hér á Íslandi en Volvo er stærsta lúxusbílavörumerkið það sem af er ári (almennur markaður á tímabilinu: 1. janúar – 18. mars 2016). Önnur mikilvæg frumsýning verður hjá Volvo á þessu ári þegar nýir Volvo S90 og Volvo V90 verða kynntir til leiks. Gera má ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til landsins í haust.Volvo XC90 fékk stálstýrið í ár hér á landi.Grimmur framendi á XC90Innan úr bílnum.Með skíða- og hjólafestingu.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent