Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 68-83 | Stjarnan náði fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 29. mars 2016 20:45 Stjarnan vann aftur í Ljónagryfjunni í kvöld og náði að knýja fram oddaleik eftir frábæran sigur, 83-68, á Njarðvík suður með sjó. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 12-12. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi og skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum. Gestirnir voru ívið sterkari í fyrsta leikhlutanum og var staðan 23-19 eftir tíu mínútna leik. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og náðu fljótalega átta stiga forskoti, 31-23. Sæmundur Valdimarsson átti aftur frábæra innkomu í lið Stjörnunnar hér í Ljónagryfjunni og setti hann niður sjö stig á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Njarðvíkingar voru í vandræðum með hann undir körfunni. Staðan í hálfleik var 40-33 í hálfleik og leikurinn galopinn. Í byrjun þriðja leikhluta hélst á svipaður munur á liðunum en Njarðvíkingar vöknuðu alltaf meira og meira til lífsins. Maður eins og Oddur Rúnar Kristjánsson reif sig í gang og raðaði niður körfunum þar til staðan var orðin 54-50 fyrir gestina úr Garðabæ. Þeir bláu einfaldlega neituðu að hleypa heimamönnum inn í þennan leik og var staðan 63-56 fyrir Stjörnuna fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar keyrðu heldur betur upp tempóið í upphafi fjórða leikhluta og var staðan allt í einu orðin 66-62. Stjörnumenn héldu áfram þrjóskunni og neituðu að gefa þumlung eftir. Þeir bláu voru allt í einu komnir tólf stigum yfir 75-63 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sú forysta lagði gruninn að sigri Stjörnunnar í leiknum en leiknum lauk 83-68 fyrir þeim blálæddu. Það verður því oddaleikur í Ásgarði á fimmtudagskvöldið.Njarðvík-Stjarnan 62-66 (19-23, 14-17, 23-23, 6-3)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 17/7 fráköst/5 stolnir, Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Haukur Helgi Pálsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 17, Al'lonzo Coleman 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Sæmundur Valdimarsson 9/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst. Friðrik: Þetta er bara staðan og við þurfum að mæta grimmir í næsta leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Þetta er hreinlega ekki alveg eins og við viljum hafa þetta, við viljum auðvitað verja okkar vígi, sem er heimavöllurinn,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Stjarnan mætti einfaldlega grimmari til leiks og þeir voru bara betri. Við náðum ekki almennilegum takti sóknarlega. Við vorum reynda að skapa ágætis skot en þau voru ekki að fara niður hjá okkur.Við hefðum kannski mátt vera áræðnari og hlaupa meira á þá.“ Friðrik segir að allir nema þeir Njarðvíkingar hafi væntanlega viljað oddaleik. „Það er bara staðan og við þurfum bara að fara yfir þennan leik og mætum grimmir í næsta leik.“ Hrafn: Þetta verður epískur oddaleikurHrafn var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/þórdís„Ég er ofboðslega ánægður með þennan leik en þetta er ekki smá pirrandi einvígi, við erum með tvö leiki sem eru nánast alveg eins heima hjá okkur og þeir líka hér í Ljónagryfjunni,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við erum að gera réttu hlutina í kvöld og ég bið til alls þess sem ég trúi ekkert á að við tökum þetta með okkur í næsta leik.“ Hrafn segir að frammistaða liðsins snúist ekkert um einhverja einstaklinga. „Við vorum að spila fínan fyrri hálfleik og vorum sjö stigum yfir þá. Við fórum eftir því sem við ætluðum okkur að gera og þá losnaði um leikmenn sem þeir eru ekki að fylgjast með.“ Hrafn segir að búast megi við epískum oddaleik. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að taka þátt í svona oddaleikjum.“ Haukur Helgi: Ég spilaði eins og aumingiHaukur hefur átt betri leikivísir„Það klikkaði bara margt og mikið. Við vorum á hælunum og skotin ekki að detta,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég spilaði eins og aumingi en það er fínt að taka þetta út núna og þá er maður bara búinn með þetta.“ Haukur segir að heimavöllurinn eigi eftir að skila sér í næstu umferð. „Við höldum núna bara áfram að vinna útileikina og mætum bara vitlausir í Ásgarð. Sýnum okkar rétta andlit sem við höfum ekki verið að gera hér.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna betri varnarleik þá en í kvöld. Tómas Heiðar: Kannski væri betra að spila oddaleikinn hér„Ég var að finna mig vel í kvöld eins og liðið allt saman,“ segir Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, sem gerði tuttugu stig í kvöld. „Við lögðum upp með að gíra okkur betur upp andlega og mæta almennilega til leiks. Við höfum ekki gert það hingað til í þessu einvígi.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað ganga frá þessum leik og hugsað að þeir hafi átt sigurinn skilið. „Kannski væri bara allt í lagi að fá að spila oddaleikinn hér í þessum húsi en við þurfum að sýna okkar fólki að við getum átt einn góðan leik á heimavelli.“ Hann segir að liðið þurfi samt sem áður að mæta mun grimmara til leiks í oddaleiknum. „Það er það eina sem við stjórnum, hvernig við mætum til leiks. Annað fer bara eftir utanaðkomandi þáttum eins og dómurunum og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við mætum eins vel andlega stilltir eins og í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Stjarnan vann aftur í Ljónagryfjunni í kvöld og náði að knýja fram oddaleik eftir frábæran sigur, 83-68, á Njarðvík suður með sjó. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 12-12. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi og skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum. Gestirnir voru ívið sterkari í fyrsta leikhlutanum og var staðan 23-19 eftir tíu mínútna leik. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og náðu fljótalega átta stiga forskoti, 31-23. Sæmundur Valdimarsson átti aftur frábæra innkomu í lið Stjörnunnar hér í Ljónagryfjunni og setti hann niður sjö stig á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Njarðvíkingar voru í vandræðum með hann undir körfunni. Staðan í hálfleik var 40-33 í hálfleik og leikurinn galopinn. Í byrjun þriðja leikhluta hélst á svipaður munur á liðunum en Njarðvíkingar vöknuðu alltaf meira og meira til lífsins. Maður eins og Oddur Rúnar Kristjánsson reif sig í gang og raðaði niður körfunum þar til staðan var orðin 54-50 fyrir gestina úr Garðabæ. Þeir bláu einfaldlega neituðu að hleypa heimamönnum inn í þennan leik og var staðan 63-56 fyrir Stjörnuna fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar keyrðu heldur betur upp tempóið í upphafi fjórða leikhluta og var staðan allt í einu orðin 66-62. Stjörnumenn héldu áfram þrjóskunni og neituðu að gefa þumlung eftir. Þeir bláu voru allt í einu komnir tólf stigum yfir 75-63 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sú forysta lagði gruninn að sigri Stjörnunnar í leiknum en leiknum lauk 83-68 fyrir þeim blálæddu. Það verður því oddaleikur í Ásgarði á fimmtudagskvöldið.Njarðvík-Stjarnan 62-66 (19-23, 14-17, 23-23, 6-3)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 17/7 fráköst/5 stolnir, Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Haukur Helgi Pálsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 17, Al'lonzo Coleman 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Sæmundur Valdimarsson 9/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst. Friðrik: Þetta er bara staðan og við þurfum að mæta grimmir í næsta leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Þetta er hreinlega ekki alveg eins og við viljum hafa þetta, við viljum auðvitað verja okkar vígi, sem er heimavöllurinn,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Stjarnan mætti einfaldlega grimmari til leiks og þeir voru bara betri. Við náðum ekki almennilegum takti sóknarlega. Við vorum reynda að skapa ágætis skot en þau voru ekki að fara niður hjá okkur.Við hefðum kannski mátt vera áræðnari og hlaupa meira á þá.“ Friðrik segir að allir nema þeir Njarðvíkingar hafi væntanlega viljað oddaleik. „Það er bara staðan og við þurfum bara að fara yfir þennan leik og mætum grimmir í næsta leik.“ Hrafn: Þetta verður epískur oddaleikurHrafn var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/þórdís„Ég er ofboðslega ánægður með þennan leik en þetta er ekki smá pirrandi einvígi, við erum með tvö leiki sem eru nánast alveg eins heima hjá okkur og þeir líka hér í Ljónagryfjunni,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við erum að gera réttu hlutina í kvöld og ég bið til alls þess sem ég trúi ekkert á að við tökum þetta með okkur í næsta leik.“ Hrafn segir að frammistaða liðsins snúist ekkert um einhverja einstaklinga. „Við vorum að spila fínan fyrri hálfleik og vorum sjö stigum yfir þá. Við fórum eftir því sem við ætluðum okkur að gera og þá losnaði um leikmenn sem þeir eru ekki að fylgjast með.“ Hrafn segir að búast megi við epískum oddaleik. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að taka þátt í svona oddaleikjum.“ Haukur Helgi: Ég spilaði eins og aumingiHaukur hefur átt betri leikivísir„Það klikkaði bara margt og mikið. Við vorum á hælunum og skotin ekki að detta,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég spilaði eins og aumingi en það er fínt að taka þetta út núna og þá er maður bara búinn með þetta.“ Haukur segir að heimavöllurinn eigi eftir að skila sér í næstu umferð. „Við höldum núna bara áfram að vinna útileikina og mætum bara vitlausir í Ásgarð. Sýnum okkar rétta andlit sem við höfum ekki verið að gera hér.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna betri varnarleik þá en í kvöld. Tómas Heiðar: Kannski væri betra að spila oddaleikinn hér„Ég var að finna mig vel í kvöld eins og liðið allt saman,“ segir Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, sem gerði tuttugu stig í kvöld. „Við lögðum upp með að gíra okkur betur upp andlega og mæta almennilega til leiks. Við höfum ekki gert það hingað til í þessu einvígi.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað ganga frá þessum leik og hugsað að þeir hafi átt sigurinn skilið. „Kannski væri bara allt í lagi að fá að spila oddaleikinn hér í þessum húsi en við þurfum að sýna okkar fólki að við getum átt einn góðan leik á heimavelli.“ Hann segir að liðið þurfi samt sem áður að mæta mun grimmara til leiks í oddaleiknum. „Það er það eina sem við stjórnum, hvernig við mætum til leiks. Annað fer bara eftir utanaðkomandi þáttum eins og dómurunum og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við mætum eins vel andlega stilltir eins og í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira