Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 69-96 | Auðvelt hjá KR Elvar Geir Magnússon Í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 10. mars 2016 21:45 Michael Craion, leikmaður KR. vísir/ernir Deildarmeistarar KR enduðu deildarkeppnina með stæl í Breiðholtinu í kvöld. Fyrir leikinn var allt ráðið hjá þessum liðum. KR hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan ÍR-ingar voru á leið í sumarfrí. Eitthvað sem menn kannast vel við á þessum árstíma í Breiðholtinu. KR-ingar áttu ekki í vandræðum í kvöld. Byrjuðu af miklum krafti. Það kom smá bakslag í 1. leikhluta og ÍR náði skyndilega forystunni en það var lagað með einu léttu leikhléi. Sigur KR var aldrei í hættu. Maður leiksins var augljóslega Michael Craion með 32 stig og 9 fráköst. Hann var sjóðheitur og ÍR-ingar áttu engin svör. Craion fékk svo að hvíla fjórða leikhlutann og horfa á frá bekknum. Meira er varla um þennan leik að segja. Grindavík verður fyrsti mótherji KR í úrslitakeppninni.ÍR-KR 69-96 (17-23, 20-25, 16-32, 16-16)ÍR: Sveinbjörn Claessen 11/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Kristján Pétur Andrésson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Kristófer Fannar Stefánsson 2, Haraldur Bjarni Davíðsson 0.KR: Michael Craion 32/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Brynjar Þór Björnsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/11 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2/4 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 1, Arnór Hermannsson 0.Borche vill vera áfram Þjálfarinn Borche Ilievski Sansa er með áframhaldandi samning við ÍR og allt stefnir í að hann verði áfram með liðið. Hann sagði við Vísi að hann væri orðinn Breiðhyltingur og býr rétt hjá íþróttahúsinu í Seljaskóla. Eins og venja er þarf að ræða við stjórnina eftir tímabilið, þannig sé jú starf þjálfarans, en hans vilji er skýr: Hann vill halda áfram sínu starfi hjá ÍR.Finnur Freyr: Grindvíkingar verða skeinuhættir „Við höfum verið smá loftlausir eftir sigurinn gegn Keflavík. Síðustu leikir hafa verið frekar daprir en þetta var gott í dag," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við gerðum vel í að nýta Craion og hann gerði vel hérna í kvöld. Mikil orka í honum. Flottur." „Þetta er ein keppni. Þetta er keppni sem okkur er annt um, hún sýnir að við höfum verið bestir yfir allt tímabilið. Liðin hafa átt sýna góðu kafla og slæmu en við höfum sýnt stöðugleika allt tímabilið. Ég er gríðarleg ánægður með þetta." „Grindavík er með hörkumannskap sem hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í allan vetur. Þeir verða skeinuhættir og eru góðir. Við erum ekki að fara í neitt auðvelt."Brynjar Þór: Klárum Grindavík vonandi 3-0 „Það er alltaf gaman að vinna titil. Sérstaklega þrisvar í röð," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. „Mætur maður sagði við mig fyrir mörgum árum síðan að deildarmeistaratitillinn væri erfiðasti titillinn að vinna. Það er frábært að hafa unnið hann þrjú ár. Þú þarft að halda dampi í sex mánuði til að vinna þennan titil.“ „Við þurfum að fara til Grindavíkur og sækja sigur þar. Vonandi klárum við þetta 3-0"Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Deildarmeistarar KR enduðu deildarkeppnina með stæl í Breiðholtinu í kvöld. Fyrir leikinn var allt ráðið hjá þessum liðum. KR hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan ÍR-ingar voru á leið í sumarfrí. Eitthvað sem menn kannast vel við á þessum árstíma í Breiðholtinu. KR-ingar áttu ekki í vandræðum í kvöld. Byrjuðu af miklum krafti. Það kom smá bakslag í 1. leikhluta og ÍR náði skyndilega forystunni en það var lagað með einu léttu leikhléi. Sigur KR var aldrei í hættu. Maður leiksins var augljóslega Michael Craion með 32 stig og 9 fráköst. Hann var sjóðheitur og ÍR-ingar áttu engin svör. Craion fékk svo að hvíla fjórða leikhlutann og horfa á frá bekknum. Meira er varla um þennan leik að segja. Grindavík verður fyrsti mótherji KR í úrslitakeppninni.ÍR-KR 69-96 (17-23, 20-25, 16-32, 16-16)ÍR: Sveinbjörn Claessen 11/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Kristján Pétur Andrésson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Kristófer Fannar Stefánsson 2, Haraldur Bjarni Davíðsson 0.KR: Michael Craion 32/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Brynjar Þór Björnsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/11 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2/4 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 1, Arnór Hermannsson 0.Borche vill vera áfram Þjálfarinn Borche Ilievski Sansa er með áframhaldandi samning við ÍR og allt stefnir í að hann verði áfram með liðið. Hann sagði við Vísi að hann væri orðinn Breiðhyltingur og býr rétt hjá íþróttahúsinu í Seljaskóla. Eins og venja er þarf að ræða við stjórnina eftir tímabilið, þannig sé jú starf þjálfarans, en hans vilji er skýr: Hann vill halda áfram sínu starfi hjá ÍR.Finnur Freyr: Grindvíkingar verða skeinuhættir „Við höfum verið smá loftlausir eftir sigurinn gegn Keflavík. Síðustu leikir hafa verið frekar daprir en þetta var gott í dag," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við gerðum vel í að nýta Craion og hann gerði vel hérna í kvöld. Mikil orka í honum. Flottur." „Þetta er ein keppni. Þetta er keppni sem okkur er annt um, hún sýnir að við höfum verið bestir yfir allt tímabilið. Liðin hafa átt sýna góðu kafla og slæmu en við höfum sýnt stöðugleika allt tímabilið. Ég er gríðarleg ánægður með þetta." „Grindavík er með hörkumannskap sem hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í allan vetur. Þeir verða skeinuhættir og eru góðir. Við erum ekki að fara í neitt auðvelt."Brynjar Þór: Klárum Grindavík vonandi 3-0 „Það er alltaf gaman að vinna titil. Sérstaklega þrisvar í röð," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. „Mætur maður sagði við mig fyrir mörgum árum síðan að deildarmeistaratitillinn væri erfiðasti titillinn að vinna. Það er frábært að hafa unnið hann þrjú ár. Þú þarft að halda dampi í sex mánuði til að vinna þennan titil.“ „Við þurfum að fara til Grindavíkur og sækja sigur þar. Vonandi klárum við þetta 3-0"Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira